Enski boltinn

Enska sambandið hunsaði áhyggjur vegna kynferðisofbeldis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mynd tengist efni fréttar ekki beint.
Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty
Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru sagðir hafa brugðist kaldranalega við þegar kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann kom fyrst upp á borðið í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar.

Frá þessu er greint á vef BBC en maður að nafni Ian Ackley, sem var beittur kynferðisofbeldi af manni tengdur Manchester City, segir að enska sambandið hafi ekki einu sinni hlustað á ítrekaðar beiðnir föður hans um að verja börn og unglinga betur gegn mögulegum kynferðisofbeldismönnum.

Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi?

BBC hefur bréf föður hans undir höndunum en í þeim virðist sem svo að enska knattspyrnusambandið hafi verið að bíða eftir breytingu á lögum í landinu áður en það uppfærði sína stefnu í barnavernd.

Enska sambandið er farið af stað með ítarlega rannsókn á því sem gerðist á þessum tíma en allt fór þetta af stað þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta.

Árið 1997 sýndi Channel 4 í Bretlandi heimildamynd um kynferðisofbeldi í grasrót enska boltans en Ackley var einn strákanna sem steig fram þar. Eftir að þátturinn var birtur sendir faðir hans tugi handskrifaðra bréfa til enska sambandsins sem gerði ekkert í málinu, að sögn Ackley.

Sjá einnig:Var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi

„Ekki bara var ég beittur kynferðislegu ofbeldi heldur voru ég, faðir minn og Channel 4 hunsaðir þegar við reyndum að berja hátt í trommuna á sínum tíma og láta vita af þessu,“ segir Ian Ackley.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×