Erlent

Enn umkomulaus börn í Frumskóginum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aðstæður í flóttamannabúðunum eru afar slæmar.
Aðstæður í flóttamannabúðunum eru afar slæmar. vísir/epa
Enn eru nokkur hundruð flóttamenn í Frumskógar-búðunum svokölluðu í Calais í Frakklandi, sem yfirvöld hafa nú lokað. Þar af eru um eitt hundrað umkomulaus sem skilin hafa verið eftir og þurfa að hafast við undir berum himni.

Frönsk yfirvöld tilkynntu í gær að búið væri að rýma búðirnar en hjálparsamtök fullyrða að enn sé fólk í búðunum, þar sem aðstæður eru afar slæmar. Samtökin saka yfirvöld um afskiptaleysi og segjast hafa fundið börnunum skjól í nótt inni í vöruskemmu, en krefjast þess að brugðist verði við.

Rýming búðanna hefur tekið afar skamman tíma, en frá því á mánudag hafa tæplega 5.600 einstaklingar verið fluttir í móttökubúðir annars staðar. Inni í þeirri tölu eru 1.500 fylgdarlaus börn, en yfirvöld segjast hafa fundið öllum börnum tímabundinn dvalarstað.

Um er að ræða sjálfsprottnar flóttamannabúðir og telja yfirvöld líkur á að hluti íbúanna snúi aftur og komi sér upp tjöldum á ný. Búið er að jafna búðirnar við jörðu en þrátt fyrir það er Frumskógurinn orðinn að einni táknmynd flóttamannavandans sem nú steðjar að.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×