Fótbolti

Enn tapar Dortmund | Öruggur sigur Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scheiber skorar sigurmark Herthu Berlin gegn sínum gömlu félögum.
Scheiber skorar sigurmark Herthu Berlin gegn sínum gömlu félögum. vísir/getty
Vandræði Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta halda áfram, en liðið tapaði enn leiknum, nú gegn Herthu Berlin á útivelli.

Julian Schieber, fyrrum leikmaður Dortmund, skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir hálfleik.

Dortmund, sem varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi 2012, er eftir tapið í 16. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins 14 stig eftir 15 leiki.

Það gengur hins vegar allt í haginn hjá Pep Guardiola og lærisveinum hans í Bayern München, en þeir unnu öruggan 0-4 sigur á Augsburg á útivelli.

Fyrir leikinn í dag var Augsburg búið að vinna fimm leiki í röð á heimavelli sínum, en liðið átti aldrei möguleika gegn Bayern sem stefnir hraðbyri að þriðja Þýskalandsmeistaratitlinum í röð.

Arjen Robben skoraði tvö mörk fyrir Bayern og þeir Mehdi Benatia og Robert Lewandowski sitt markið hvor.

Bayern er með tíu stiga forystu á Wolfsburg á toppi Bundesligunnar.

Öll úrslit dagsins:

Augsburg 0-4 Bayern München

Schalke 04 1-2 Köln

Werder Bremen 3-3 Hannover 96

Hertha Berlin 1-0 Borussia Dortmund

Freiburg 0-0 Hamburger SV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×