Innlent

Enn talsvert um skjálfta í Kötluöskjunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tæp hundrað ár eru frá því að Katla gaus síðast.
Tæp hundrað ár eru frá því að Katla gaus síðast. vísir/vilhelm
Tveir jarðskjálftar, 3,2 að stærð, urðu í norðanverðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli á fjórða tímanum í nótt. Tíu skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þetta kemur fram á jarðhræringavef Veðurstofu Íslands. 

Mikil virkni hefur verið í jöklinum undanfarna daga og vikur. Fyrir tæpum tveimur vikum var skjálftahrina í jöklinum en þá mældust alls áttatíu skjálftar í jöklinum. Sá stærsti var 3,1 að styrk.

Í upphafi mánaðr mældust um fjörutíu skjálftar í og við jökulinn. Þar af mældust tæplega tuttugu innan Kötluöskjunnar sjálfrar. Þeir voru allir mun minni en áðurnefndir skjálftar.

Síðasta Kötlugos varð árið 1918 en frá því að byggð hófst á Íslandi hefur hún gosið með um fjörutíu til áttatíu ára millibili.


Tengdar fréttir

Eldgos í Kötlu gæti haft áhrif á heimsvísu

Breska ríkisútvarpið segir nýtt eldgos í Kötlu geta haft áhrif á heimsvísu. Mögulegar afleiðingar eru hamfaraflóð í Evrópu þegar milljarðar lítra af vatni steypast í norður Atlantshafið.

Katla að róast, Hekla líklegri

Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×