Erlent

Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. Vísir/Getty
Baráttan á milli Apple og bandarískra yfirvalda vegna dulkóðunar á iPhone-símum heldur áfram. Dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple sé óréttmæt og hún skaði stofnanir sem starfi að því að vernda réttindi borgara.

Apple hefur neitað að hlýta dómsúrskurði frá því í gær sem krefur fyrirtækið um að aðstoða Bandarísku alríkislögregluna (FBI) að komast inn í iPhone skotárásarmanns sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en að hann og kona hans voru skotin til bana.

Er það afstaða dómsmálaráðuneytisins að Apple hafi reist tæknilegar víggirðingar til þess að komast hjá því að verða við dómsúrskurðinum. Samkvæmt úrskurðinum þarf Apple að útbúa nýjan hugbúnað sem geri FBI kleyft að komast inn í iPhone- síma árásarmannsins.

Apple segir að verði fyrirtæki við beiðninni þýði það að til verði einskonar bakdyr sem ríkisstjórnin og glæpamenn geti nýtt sér. Dómsmálaráðuneytið þvertekur fyrir það og segir að tæknin verði aðeins notuð til þess að aflæsa síma árásarmannsins.

Fjölmörg tæknifyrirtæki styðja Apple í baráttunni, þar á meðal Amazon, Google, Microsoft og Facebook.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×