Innlent

Enn raunhæft að fara undir 1%

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Treyst er á samstarf við önnur ráðuneyti við innleiðingar EES-gerða á réttum tíma.
Treyst er á samstarf við önnur ráðuneyti við innleiðingar EES-gerða á réttum tíma. Vísir/E.Ól
Markmið ríkisstjórnar Íslands um að innleiðingarhalli á tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandins verði kominn undir eitt prósent, eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015, er enn talið raunhæft. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið.

Síðasta frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að Ísland stendur sig enn verst allra EES-ríkja með innleiðingarhalla upp á 3,1 prósent. Í kjölfar matsins var markmið um eitt prósent halla sett í Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar en meðaltal í ríkjum ESB er í kringum 0,7 prósent.

„En til þess að það náist verða allir að leggjast á árarnar, bæði stjórnarráð og Alþingi,“ segir Urður.

Reiknað er með að næsta frammistöðumat muni miðast við stöðuna í lok október næstkomandi. Urður segir undirbúninginn felast í að vinna með öðrum ráðuneytum að því að innleiða EES-reglugerðir í tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×