Erlent

Enn leitað að eftirlifendum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aðstandendur syrgja.
Aðstandendur syrgja. vísir/afp
Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur.

Leitarmenn og kafarar hafa fundið tuttugu og átta lík í gruggugu vatninu, enn er tæplega 290 saknað.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en gáleysi skipstjóra og undirmanna hans er ekki útilokað.

Foreldrar barnanna sem voru um borð þrýsta á björgunarmenn og stjórnvöld að efla leitina en saka yfirvöld einnig um seinagang í kjölfar slyssins. Vel yfir fimm hundruð kafarar taka þátt í leitinni.

Forseti Suður-Kóreu hefur ítrekað að leit muni halda áfram þangað til að allir farþegar ferjunnar eru fundnir.

vísir/afp
vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×