Innlent

Enn hættuástand á Patreksfirði og á vegum við Ísafjörð

Heimir Már Pétursson skrifar
Súðavíkurhlíð enn lokuð frá í gærkvöldi og rýming sex húsa á Patreksfirði er enn í gildi.
Súðavíkurhlíð enn lokuð frá í gærkvöldi og rýming sex húsa á Patreksfirði er enn í gildi. mynd/Gústaf Gústafsson
Bandvitlaust veður, hávaðarok og mikil úrkoma,  var á Patreksfirði í gærkvöldi og nótt. Sex íbúðarhús með átján íbúum voru rýmd vegna veðurofsans og hættu á snjóflóðum. Hótelið í bænum var notað sem fjöldahjálparmiðstöð en  rýmingu húsanna var lokið um klukkan tíu í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ólíklegt að fólkið fái að snúa til síns heima í kvöld en vandlega er fylgst með aðstæðum.

Veðrið hefur verið heldur skaplegra á Patreksfirði í dag. Vindur hefur snúist úr austan í norðlægar áttir en miklar kviður koma af og til og mikill og blautur snjór hefur fallið í byggð.

Enn er viðbúnaðarástand á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Byggð er þó ekki talin í hættu, en vegurinn  til Súðavíkur hefur verið lokaður frá því í gærkvöldi og verður áfram.

Hótelið í bænum var notað sem fjöldahjálparmiðstöðmynd/gústaf gústafsson
vísir/gústaf gústafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×