Golf

Enn hækkar íslenska liðið sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn lék á 71 höggi í nótt.
Ólafía Þórunn lék á 71 höggi í nótt. Vísir/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lék á pari vallarins á þriðja keppnisdegi á HM áhugamanna í Japan.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék á 71 höggi, eða einu undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á samtals 73 höggum, eða einu yfir pari. Sunna Víðisdóttir, GR, lék á 78 höggum (+6), en skor hennar taldi ekki.

Ísland situr í 30. sæti af 50 liðum fyrir lokahringinn, en íslenska liðið hefur hækkað sig um þrú sæti frá fyrsta keppnisdegi. Í einstaklingskeppninni eru Ólafía Þórunn og Guðrún Brá jafnar í 59. sæti, með 220 högg. Sunna er í 120. sæti með 234 högg.

Kanada situr enn í toppsætinu í liðakeppninni, en nokkur af efstu liðunum náðu ekki að ljúka keppni í nótt vegna þrumuveðurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×