Innlent

Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir
Enn stendur yfir fundur Félags tónlistarkennara og samninganefndar sveitarfélaga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 13 í dag.

Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum tónlistarkennara en á miðvikudag mun verkfall þeirra hafa staðið yfir í fimm vikur, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Tónlistarkennarar efndu í dag til sorgargöngu í miðborginni undir yfirskriftinni: Ætlið þið að kviksetja tónlistarkennara á ykkar vakt, ráðamenn Reykjavíkur? Safnast var saman í  Lýðveldisgarðinum og gengið þaðan að Ráðhúsi Reykjavíkur með líkkistu, undir sálmasöng og sorgarmarsi Chopin. Við Ráðhúsið var síðan stutt athöfn.

Meðfylgjandi myndir tók Ernir Eyjólfsson ljósmyndari í dag.



vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×