Sport

Enn einn sigur Mo Farah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Farah hleypur í mark.
Mo Farah hleypur í mark. Vísir/Getty
Breski hlauparinn Mo Farah sigraði í 5000 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í Zurich, en þetta er annað gullið hans á mótinu í ár.

Farah sigraði hlaupið nokkuð örugglega, en hann kom í mark á 14:05,82 en Hayle Ibrahimov frá Azerbaídsjan kom næstur á tímanum 14:08,32. Bronsið hreppti Andy Vernon, en hann hljóp á 14:09,48.

Þetta er þriðja mótið í röð sem Farah vinnur bæði 5 kílómetra og 10 kílómetra hlaupi.

Mo hefur algjörlega farið á kostum undanfarin ár, en hann er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í þessum báðum greinum sem er magnaður árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×