Enski boltinn

Enn einn lykilmaðurinn framlengir við Englandsmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Drinkwater er mikill vinnuþjarkur.
Drinkwater er mikill vinnuþjarkur. vísir/getty
Danny Drinkwater hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Englandsmeistara Leicester City.

Drinkwater bætist þar með í hóp fjölmargra lykilmanna Leicester sem hafa skrifað undir nýja samninga við félagið í sumar.

Jamie Vardy, Riyad Mahrez, Kasper Schmeichel og Wes Morgan eru meðal þeirra sem hafa framlengt samninga sína við Leicester á síðustu vikum og mánuðum.

Drinkwater, sem er 26 ára miðjumaður, átti stóran þátt í frábæru gengi Leicester á síðasta tímabili. Hann lék 35 af 38 deildarleikjum liðsins og skoraði tvö mörk.

Drinkwater, sem er uppalinn hjá Manchester United, hefur verið í herbúðum Leicester frá janúar 2012. Á þeim tíma hefur hann leikið 177 leiki fyrir félagið og skorað 13 mörk.

Drinkwater lék sinn fyrsta A-landsleik í mars á þessu ári og var nálægt því að vera valinn EM-hóp enska landsliðsins.

Leicester er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tekur á móti Swansea City í næsta leik sínum á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Leicester og Arsenal

Leicester og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í sjöunda og síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×