Fótbolti

Enn bætist í hóp EM-þjálfara sem eru hættir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pavel Vrba og Leonid Slutsky eru hættir.
Pavel Vrba og Leonid Slutsky eru hættir. vísir/epa
Þjálfarar þeirra liða sem eru fallin úr leik á EM í Frakklandi halda áfram að segja af sér.

Pavel Vrba er hættur sem þjálfari tékkneska landsliðsins en hann hefur samþykkt tilboð rússneska liðsins Anzhi Makhachkala.

Vrba tók við tékkneska landsliðinu í ársbyrjun 2014 og kom því á EM 2015. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni, fengu 22 stig, tveimur meira en Ísland.

Tékklandi gekk ekki vel á stóra sviðinu í Frakklandi, fékk aðeins eitt stig og komst ekki í 16-liða úrslit.

Leonid Slutsky er einnig hættur sem þjálfari rússneska landsliðsins eins og búist var við.

Rússar voru mjög slakir á EM og fengu aðeins eitt stig í B-riðli og komust ekki áfram.

Slutsky tók við rússneska landsliðinu af Fabio Capello í ágúst í fyrra og stýrði því samhliða starfi sínu sem knattspyrnustjóri CSKA Moskvu.

Rússar eru því aftur í þjálfaraleit en þeir halda sem kunnugt er HM eftir tvö ár.

Þjálfarar sem eru hættir eftir EM:

Pavel Vrba (Tékkland)

Leonid Slutsky (Rússland)

Anghel Iordanescu (Rúmenía)

Roy Hodgson (England)

Mykhaylo Fomenko (Úkraína)

Erik Hamrén (Svíþjóð)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×