Innlent

Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Þetta er fyrsti fundur nefndanna eftir að ljósmæður felldu nýjan kjarasamning fyrr í mánuðinum.
Þetta er fyrsti fundur nefndanna eftir að ljósmæður felldu nýjan kjarasamning fyrr í mánuðinum. Vísir/Einar
Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Þetta er fyrsti fundur nefndanna eftir að ljósmæður felldu nýjan kjarasamning fyrr í mánuðinum.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að um stöðufund að ræða í dag. 

„Við vonum það að það séu allir aðilar sammála um að vinna lausnamiðað og láta hlutina ganga hratt og vel fyrir sig.“

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.Fréttablaðið/Eyþór
Kjaradeila ljósmæðra hefur verið hörð undanfarna mánuði og hafa allnokkrar ljósmæður sagt upp störfum hjá ríkinu í mótmælaskyni vegna slæmra kjara og álags á vinnustað. Uppsagnir 19 ljósmæðra við Landspítalann taka gildi 1. júlí, af um 150 stöðugildum. Katrín segir að skjálfti sé kominn í fólk vegna uppsagnanna, og að enn fjölgi í hópi þeirra sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum.

„Jú vissulega. Það er mikill skjálfti á deildunum. Bæði meðal starfsfólks og þjónustuþega ljósmæðra. Þetta hefur áhrif á allt þjóðfélagið í rauninni,“ segir Katrín. 

„Mér skilst það sé enn að bætast í uppsagnirnar og þetta er orðið hættulega nálægt, fyrsti júlí og svo tikka þær inn öll mánaðamót héðan í frá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×