Enski boltinn

Englendingar nokkrum sekúndum frá sigri á Spánverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardy tók gínufagn eftir að hann skoraði annað mark Englands.
Vardy tók gínufagn eftir að hann skoraði annað mark Englands. vísir/getty
England var aðeins hársbreidd frá því að vinna Spán í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Lokatölur 2-2.

Englendingar voru 2-0 yfir þegar ein mínúta var til leiksloka. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, minnkaði þá muninn í 2-1 og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Isco metin með skoti úr þröngu færi sem Tom Heaton, markvörður Englands, hefði líklega átt að verja.

Þetta var fjórði leikur Englands undir stjórn Gareths Southgate og hann byrjaði frábærlega fyrir enska liðið.

Á 9. mínútu felldi Pepe Reina, markvörður Spánverjar, Jamie Vardy innan teigs og vítaspyrna dæmd. Adam Lallana fór á punktinn og skoraði af öryggi, sitt þriðja mark í síðustu þremur landsleikjum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Vardy annað mark Englendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jordans Henderson, sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Waynes Rooney.

England hafði ágætis tök á leiknum framan af seinni hálfleik en undir lokin gáfu gestirnir í og náðu að koma til baka eins og áður sagði. England er samt enn ósigrað undir stjórn Southgates.

England 1-0 Spánn England 2-0 Spánn England 2-1 Spánn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×