Sport

Englendingar á Twitter ánægðari með að fá Ísland í stað Portúgal

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Strákarnir leiddu stuðningsmennina áfram í klappi að leik loknum.
Strákarnir leiddu stuðningsmennina áfram í klappi að leik loknum. vísir/afp
Ísland mætir Englandi næstkomandi mánudag í síðasta leik 16-liða úrslita Evrópumótsins eftir frækinn 2-1 sigur á Austurríki í dag. Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. 

Markið þýddi að Ísland endaði í öðru sæti riðilsins og mætir því Englandi í 16-liða úrslitum. Jafntefli hefði þýtt að við hefðum endað í þriðja sæti og mætt Svíþjóð, Belgíu eða Írlandi. 

Englendingar önduðu léttar eftir markið og prísa sig sæla að hafa lent á móti Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×