Enski boltinn

Englandsmeistararnir reyna að næla í fyrirliða Watford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deeney kom með beinum hætti að helmingi marka Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Deeney kom með beinum hætti að helmingi marka Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Watford hefur hafnað 15 milljóna tilboði Englandsmeistara Leicester City í framherjann Troy Deeney.

Watford hefur lítinn áhuga að selja Deeney sem hefur verið í herbúðum liðsins frá 2010 og er fyrirliði þess. Deeney, sem er 27 ára, skrifaði undir fimm ára samning við Watford síðasta sumar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Leicester reynir að kaupa Deeney en fyrir tveimur árum hafnaði Watford öðru tilboði frá Leicester í hann.

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, vill styrkja framlínu liðsins, sérstaklega ef Jamie Vardy fer til Arsenal eins og margt bendir til.

Deeney átti flott fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni og skoraði 13 mörk og átti sjö stoðsendingar.

Hann myndaði hættulegt sóknarteymi með Odion Ighalo en saman skoruðu þeir 28 af þeim 40 mörkum sem Watford gerði í úrvalsdeildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×