Fótbolti

Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ensku stuðningsmennirnir eru vel hressir í Nice.
Ensku stuðningsmennirnir eru vel hressir í Nice. vísir/esá
Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, er mættur til Nice til að fylgjast með strákunum okkar spila á móti Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma í kvöld.

Stuðningsmenn beggja liða hafa gert sér glaðan dag við ströndina í Nice þar sem stuðningsmannasvæðið er. Veðrið í borginni er frábært; 25 gráðu hiti og væg gola til að kæla alla aðeins niður.

Ensku stuðningsmennirnir hafa sett svip sinn á mannlífið í Nice en einn þeirra er búinn að ganga um alla ströndina með andlitsgrímu af Elísabetu annarri, Englandsdrottningu. Drottningin fylgir Englendingum hvert sem er.

„Englandsdrottning“ var fyrir aftan Ólaf Ragnar Grímsson þegar Vísir tók hann í viðtal við ströndina í Nice eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Ólafur Ragnar er að láta af störfum eftir 20 ára valdasetu en Elísabet situr sem fastast og virðist aldrei hafa verið hressari.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×