Sport

Engir vetrarólympíuleikar fyrir Gay

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson Gay.
Tyson Gay. vísir/getty
Spretthlauparinn Tyson Gay er hættur við að reyna að komast í bandaríska landsliðið á bobsleðum.

Gay ætlaði sér að komast í landsliðið og síðan ætlaði hann sér að komast með liðinu á vetrarólympíuleikana.

„Við ákváðum að það væri best fyrir Gay að fylgjast með og læra að þessu sinni,“ sagði talsmaður bandaríska liðsins.

Fyrrum liðsfélagi Gay, Ryan Bailey, komst aftur á móti í liðið en hann var búinn að æfa sig lengur.

Bailey fékk engin silfurverðlaun á ÓL í London árið 2012 og það var Gay að kenna. Hann féll á lyfjaprófi og fyrir vikið voru verðlaun spretthlaupssveitarinnar bandarísku tekin af þeim.

Gay er næstfljótasti maður allra tíma en umdeildur þar sem hann féll á lyfjaprófi.


Tengdar fréttir

Af hlaupabrautinni á bobsleðann

Bandaríski spretthlauparinn Tyson Gay virðist vera hættur að hlaupa og reynir nú fyrir sér í bobsleða-keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×