Viðskipti innlent

Engir jólabónusar hjá bönkunum í ár

Ingvar Haraldsson skrifar
Sérstök bónusgreiðsla Arion banka síðustu jól var undantekningartilfelli.
Sérstök bónusgreiðsla Arion banka síðustu jól var undantekningartilfelli. Vísir/Pjetur
Enginn fjóra stóru bankanna hyggst greiða starfsmönnum sínum sérstakar bónusgreiðslur þessi jól. Í fyrra fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin en Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, segir það undantekningartilfelli.

„Það var svoleiðis í fyrra vegna góðs árangurs á liðnu ári,“ segir Haraldur. Hann segir að síðustu jól hafi sérstaklega verið horft til útnefningu bankans sem banka ársins á Íslandi hjá Financial Times.

Ekki stendur til að greiða út jólabónusa hjá Íslandsbanka eða Landsbankanum, samkvæmt upplýsingafulltrúum bankanna. Hjá MP banka fengust þau svör að starfsmenn hefðu fengið innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×