Erlent

Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
21 er grunaður um að hafa framið kynferðisbrot í borginni á nýársdag. Enginn hefur þó verið handtekinn.
21 er grunaður um að hafa framið kynferðisbrot í borginni á nýársdag. Enginn hefur þó verið handtekinn. vísir/epa
Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. Átján þeirra eru hælisleitendur, að því er segir í frétt BBC. Enginn hefur verið handtekinn í tenglum við meint kynferðisbrot.

Lögregluyfirvöld í Köln hafa sætt mikilli gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot í borginni á gamlárskvöld. Á annað hundrað kærur hafa verið lagðar fram, þar af 117 vegna kynferðisbrota. Vitni segja árásarmennina líta út fyrir að vera frá Norður-Afríku eða Miðausturlöndum, en lögregla segir tuttugu og einn undir grun vegna kynferðisbrota.

Lögreglan hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð – aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Fullyrt hefur verið að séð verði til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum.

Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins eru flestir hinna grunuðu sakaðir um þjófnað og líkamsárásir. Átján þeirra hafi sótt um hæli í Þýskalandi, en þeir koma frá átta löndum.

Yfirlýsingar lögreglu um að árásarmennirnir séu líklega af norðurafrískum eða arabískum uppruna hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. Þá hefur flóttamannastefna Þýskalands verið gagnrýnd harðlega að undanförnu.

Hundruð manna hafa mótmælt fyrir utan aðallestarstöðina, þar sem brotin voru framin, að undanförnu.


Tengdar fréttir

Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði

Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér.

Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið

Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×