Enski boltinn

Enginn tapað fleiri skallaeinvígjum í einum leik í fjögur ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þarna er okkar maður að vinna skallaeinvígi en það gekk ekki oft í gær.
Þarna er okkar maður að vinna skallaeinvígi en það gekk ekki oft í gær. vísir/getty
Það er óhætt að segja að landsliðsmanninum Jóni Daða Böðvarssyni hafi verið pakkað saman í loftinu í leik Wolves og Wigan í gær.

Alls tapaði Jón Daði 27 skallaeinvígjum í leiknum samkvæmt WhoScored.com en enginn leikmaður í ensku B-deildinni hefur tapað eins mörgum skallaeinvígjum í einum leik í fjögur ár.

Selfyssingurinn stæðilegi er nú vanur því að vera ansi sterkur í loftinu en þarna hafa hlutirnir ekki alveg gengið upp hjá okkar manni. Jón Daði og félagar í Wolves töpuðu svo leiknum, 0-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×