Innlent

Enginn liggur undir grun um árásina við Klambratún

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enginn sé grunaður um árásina.
Yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enginn sé grunaður um árásina.
Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun um árás á fjórtán ára stúlku við Klambratún á sunnudagskvöld. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Ráðist var á unga stúlku á horni Flókagötu og Rauðarársstígs um ellefu á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar, Sara Stef. Hildardóttir sagði frá atvikinu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi.

„Það er lítið svsem hægt að segja um þessa árás. Það hafa engar vísbendingar komið fram, enginn handtekinn og enginn grunaður,“ segir Friðrik Smári „Ásetningurinn ekki vitaður þannig að það er erfitt að segja hvað sé til grundvallar. Málið er til rannsóknar og við reynum að hafa uppi á þeim sem réðist á stúlkuna en það er eftir litlu að fara eins og er.“

Lögreglan hefur ekki fengið tilkynningar um svipuð tilvik, en rannsókn málsins heldur áfram.

Sara sagði í samtali við Vísi það vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika að stelpur þurfi að hræðast það að karlmenn geti stokkið á þær með valdi, á meðan strákar alist ekki upp við þann ótta að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×