Enski boltinn

Enginn íslenskur sigur í B-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Íslendingar komu við sögu í þremur leikjum í ensku B-deildinni í kvöld og gengi Íslendingaliðanna var misjafnt.

Ragnar Sigurðsson var í vörn Fulham sem fékk á sig tvö mörk í fyrri hálfleik gegn Norwich en sóknarmenn Fulham kom til bjargar í síðari hálfleik er þeir skoruðu tvö mörk. Lokatölur 2-2 þar.

Jón Daði Böðvarsson kom af bekknum hjá Wolves og fékk að líta gula spjaldið á 90. mínútu er liðið tapaði 1-0 gegn Brighton.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði svo allan leikinn fyrir Bristol City sem tapaði 1-0 á útivelli gegn QPR.

Bristol er í 6. sæti deildarinnar, Fulham er í 11. sæti og Wolves því 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×