Sport

Enginn Íslendinganna komst áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska sundfólkið hefur lokið leik á fimmta keppnisdeginum á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Aron Örn Stefánsson, SH, lenti í 61. sæti í 100 metra skriðsund á tímanum 0:49,65, Hann komst ekki inn í miliriðla en síðasti tími þar inn var 0:47,78.  

Bryndís Rún Hansen, Óðni, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Seinni grein Bryndísar í dag var 50 metra skriðsund. Þar synti hún á tímanum 0:25,29 og bætti þar með eigin tíma um ¾ úr sekúndu. Bryndís komst ekki áfram í milliriðla.

Viktor Máni Vilbergsson, SH, lenti í 53. sæti í 50 metra bringusundi. Hann synti á tímanum 0:28,41 og komst ekki í í milliriðil.

Fyrr í dag setti karlasveit Íslands landsmet í 4x50 fjórsundi og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi, lenti í 24. sæti í 200 metra fjórsundi.

Síðasti keppnisdagurinn á HM er á morgun. Þar syndir Kristinn Þórarinsson, Fjölni, 200 metra baksund, karlasveitin syndir 4x100 metra fjórsund og kvennasveitin syndir 4x100 metra fjórsund.


Tengdar fréttir

Bryndís bætti Íslandsmetið sitt

Bryndís Rún Hansen, úr Óðni, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×