Skoðun

Engin sátt var rofin

Gísli Sigurðsson skrifar
Gústaf Adolf Skúlason skrifar í Fréttablaðið 26. janúar og endurtekur þar margtuggin ósannindi um að við samþykkt Rammaáætlunar í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi Alþingi rofið sátt um tillögur verkefnastjórnar. Alþingi er eftirlitsaðili með því að tillögur og ákvarðanir í tengslum við Rammaáætlun byggist á lögboðnum aðferðum og rökréttum ályktunum sem taki tillit til upplýsinga og sjónarmiða sem mælt er fyrir um í lögum, þ. á m. umhverfissjónarmiða. Tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur ekki heimild til að víkja til hliðar lögfestum leikreglum samfélagins með því að taka pólitískar ákvarðanir sem ganga þvert á rökstudd fagleg sjónarmið.

Samkvæmt lögum um Rammaáætlun ber verkefnastjórn og Alþingi að taka tillit til umhverfissjónarmiða við röðun virkjanakosta. Ekki dugar að vísa til þess að allar virkjanir fari hvort sem er í umhverfismat ef til framkvæmda komi. Fagleg sjónarmið, sem byggðust á ráðgjöf færustu alþjóðlegu sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngufiska, stóðu að baki þeirri ákvörðun Alþingis að setja virkjanir í Þjórsá í biðflokk. Sú ákvörðun var því í samræmi við varnaðarorð sem komu fram í lögmætum athugasemdum í lögboðnu umsagnarferli um að fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu ganga af villtum og sjálfbærum fiskstofnum í ánni nær dauðum. Þegar eftir var leitað kom í ljós að Landsvirkjun vissi lítið um afdrif villtra fiskstofna ef til virkjana kæmi og hafði hugsað seiðaveitur við virkjanirnar sem brautryðjendaverk á heimsvísu – án nokkurra þekktra fyrirmynda sem hefðu virkað eins og vonast hefði verið eftir.

Réttmætar athugasemdir

Eftir að Alþingi færði virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk og óskaði eftir frekari rannsóknum á umhverfisáhrifum m.t.t. búsvæða og afdrifa fiskstofna fól verkefnastjórn óháðum sérfræðingum að fara yfir hættuna sem fiskstofnum í Þjórsá stafaði af virkjunum. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að óvissa ríkti áfram um afdrif þeirra (https://www.ramma.is/media/gogn/Report_Thjorsa_SSk_HRI_11okt2013.pdf).

Víst væri að sjóbirtingur myndi þurrkast út en óvissan takmarkaðist við hversu stórt hrun laxastofnsins yrði. Hinar faglegu athugasemdir við upphaflega tillögu verkefnastjórnar reyndust því allar réttmætar og forðuðu Íslandi frá því að rjúfa skýrar og afdráttarlausar alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að leyfa engar framkvæmdir sem ógni villtum dýrastofnum svo liggi við útrýmingu.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×