Innlent

Engin niðurstaða um skiptingu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt ráðgjöfinni á heildarveiði á norsk-íslenskri síld ekki að fara yfir 646.075 tonn og ekki umfram 1.342.330 tonn af kolmunna.
Samkvæmt ráðgjöfinni á heildarveiði á norsk-íslenskri síld ekki að fara yfir 646.075 tonn og ekki umfram 1.342.330 tonn af kolmunna. Vísir/Vilhelm
Engin niðurstaða fékkst á fundi strandríkja um skiptingu kolmunna og norsk-íslenskarar síldar sem staðið hefur í London síðan á mánudag.

Í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að ekki hafi verið samið um skiptingu stofnanna milli strandríkjanna en að samkomulag hafi náðst um að fylgja ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um hámarksveiði á árinu 2017.

„Samkvæmt ráðgjöfinni á heildarveiði á norsk-íslenskri síld ekki að fara yfir 646.075 tonn og ekki umfram 1.342.330 tonn af kolmunna. Í báðum tilvikum er um mikla aukningu að ræða á milli ára. Þá náðist á ný samkomulag um nýtingaráætlun fyrir kolmunna. Í norsk-íslenskri síld er áfram fylgt nýtingaráætlun sem sett var árið 1999,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×