Skoðun

Engin lög um dagvistun fyrir leikskóla

Helga Ingólfsdóttir skrifar
Það er heilmikil áskorun fyrir foreldra að samþætta fjölskyldu og atvinnulíf. Tekjur fjölskyldunnar byggjast á vinnu beggja foreldra en þegar nýr einstaklingu kemur í heiminn er fæðingarorlof í samtals níu mánuði. Með sumarleyfum foreldra má að ætla að hægt sé að brúa fyrsta árið en eftir það þurfa foreldrar á aðstoð samfélagsins að halda til þess að geta sinnt störfum sínum og þannig aflað nauðsynlegra tekna til heimilisins.

Bjóða þarf leikskóladvöl  eða dagvistun frá 12 mánaða aldri

Hvergi er tilgreint í lögum að öll börn eigi rétt á dagvistun að loknu fæðingarorlofi og þá er heldur ekki kveðið á um frá hvaða aldri börnum skuli tryggt leikskólapláss. Misjafnt er frá hvaða aldri leikskólar veita börnum pláss en algengast er að það sé við tveggja ára aldur en þó eru sum sveitarfélög eins og Hafnarfjörður að færa aldurinn niður í 18. mánuði og ennfremur eru starfandi ungbarnadeildir við einstaka leikskóla sem taka inn börn við 1. árs aldur. 

Það segir sig sjálft að þetta tímabil eftir að fæðingarorlofi lýkur og þangað til barn kemst inn í leiksskóla er ákaflega íþyngjandi fyrir foreldra og hefur neikvæð áhrif á möguleikann til þess að samþætta fjölskyldu og atvinnulíf eins og krafa samfélagsins gerir til okkar.

Það er sameiginlegt hagsmunamál samfélagsins að leysa úr því millibilsástandi sem nefnt hefur verið umönnunarbil en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn fer í leiksskóla. Skoða þarf leiðir sem fela í sér samvinnu ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu ungbarnaleikskóla ásamt því að efla og styðja við dagforeldrakerfið þannig að tryggt sé á hverjum tíma að dagvistun sé fyrir hendi.  Móta þarf fjölskylduvæna stefnu varðandi umönnum barna frá fæðingu til leikskóla og skoða hver kostnaðarþáttaka ríkisins þarf að vera ef sveitarfélögin taka að sér að brúa bilið sem myndast frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barnið byrjar í leiksskóla.

 




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×