Innlent

Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Hlíðunum og við Öskjuhlíð frá því á þriðja tímanum en hvít sendiferðabifreið sem mennirnir flúðu á fannst yfirgefin í Barmahlíð.
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Hlíðunum og við Öskjuhlíð frá því á þriðja tímanum en hvít sendiferðabifreið sem mennirnir flúðu á fannst yfirgefin í Barmahlíð. Vísir/Vilhelm
Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. Tveir vopnaðir menn komust á brott með ránsfeng en samkvæmt forsvarsmönnum bankans var um óverulega upphæð að ræða. Ekki hefur þó fengist uppgefið hve há upphæðin var.

Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Hliðarhverfinu um klukkan korter í fimm í dag.Vísir/Pjetur
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Hlíðunum og við Öskjuhlíð frá því á þriðja tímanum en hvít sendiferðabifreið sem mennirnir flúðu á fannst yfirgefin í Barmahlíð. Götunni var í framhaldinu lokað og hefur verið leitað í hverfinu og nærri Öskjuhlíð síðan. Lögreglan vaktar alla vegi til og frá Öskjuhlíð. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu rétt fyrir klukkan hálf fimm, að engin hefði verið handtekinn í tengslum við málið. Maður var handtekinn á Hverfisgötu síðdegis en hann mun ekki tengjast ráninu. 

Lögregla hefur birt myndir af mönnunum tveimur sem grunaðir eru um ránið og óskar aðstoðar almennings.

Uppfært klukkan 16:41

Þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar nú yfir Hlíðarhverfinu.


Tengdar fréttir

Bankarán í Borgartúni

Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×