Körfubolti

Engin bikarþynnka í Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grindavík gat fagnað í dag.
Grindavík gat fagnað í dag. Vísir/Þórdís
Bikarmeistarar Grindavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með Hamar í eina leik dagsins í Dominos-deild kvenna. Lokatölur urðu 26 stiga sigur Grindavíkur, 88-60.

Grindavík byrjaði leikinn af krafti og unn fyrsta leikhlutan 27-11. Staðan var 46-27 í hálfleik. Eftirleikurinn varð svo auðveldur fyrir bikarmeistarana.

Pálína Gunnlaugsdóttir spilaði vel og skoraði nítján 10 stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Sydnei Moss skoraði 21 stig fyrir Hamar og tók átta fráköst.

Grinadvík er í þriðja sætinu með 28 stig á meðan Hamar er í því sjötta með tíu stig.  

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/6 fráköst, Kristina King 18/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 16/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0/4 fráköst.

Hamar: Sydnei Moss 21/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 14, Jenný Harðardóttir 7, Sóley Guðgeirsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2/4 fráköst, Erika Mjöll Jónsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×