FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Engin „stórátök í veđrinu“ framundan

 
Innlent
07:33 04. MARS 2017
Útlit er fyrir ađ ţađ verđi mun skýjađara á morgun en ađ undanförnu
Útlit er fyrir ađ ţađ verđi mun skýjađara á morgun en ađ undanförnu VÍSIR/VILHELM

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir því að hæðin sem haldið hefur lægðum frá landinu sé að gefa það mikið eftir að von sé á að lægðirnar nálgist landið á nýjan leik.

Ekki er þó reiknað með að lægðunum fylgi „stórátök í veðrinu“ líkt og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Útlit er þó fyrir að það verði mun skýjaðara á morgun en að undanförnu, og að úrkoman verði bundin við suðaustur og austurland að mestu.

Gera spár ráð fyrir að heldur hlýni á landinu, í það minnsta í bili.

Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi austanátt í dag, 8-18 síðdegis, hvassast með suðausturströndinni. Dálítil él SA- og A-til en snjókoma eða slydda suðaustanlands undir kvöld. Léttskýjað að mestu í öðrum landshlutum.

Frost 2 til 12 stig, en hiti yfir frostmarki við suður- og austurströndina síðdegis. Skýjaðara veður á morgun og úrkomumeira SA- og A-til undir kvöld. Heldur mildara.

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suðaustur- og austurströndina. Dálítil snjókoma og síðar slydda suðaustantil á landinu, en þykknar upp vestantil. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.

Á mánudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Slydda eða rigning sunnan- og austantil, él á Vestfjörðum, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum.

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða snjómugga með köflum en lengst af þurrt N-lands. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag:
Norðan 5-13. Él NV-til, allvíða rigning eða slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, mildast við SA-ströndina, en vægt frost inn til landsins.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt og víða slydda eða snjókoma. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands og frost, en þurrt á S- og V-landi og hiti um frostmark.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Engin „stórátök í veđrinu“ framundan
Fara efst