Viðskipti innlent

Engilráð Ósk nýr verkefnastjóri hjá Landsneti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Engilráð Ósk Einarsdóttir
Engilráð Ósk Einarsdóttir Mynd/Aðsend
Engilráð Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti og mun hún starfa á Stjórnunarsviði við uppbyggingu í gæðamálum og samfélagsábyrgð.

Engilráð hefur frá árinu 2012 starfað hjá embætti Tollstjóra. Þar hefur hún meðal annars annast verkefnastjórnun, gæða- og áhættustjórnun, uplýsingaöryggi og innri úttektir. 

Hún er með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er rúmlega hálfnuð með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun. 

Í tilkynningu frá Landsneti segir að Engilráð sé spennt að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá Landsneti. 

„Með samvinnu milli starfsfólks eru allir vegir færir og möguleikarnir miklir. Virðing fyrir þörfum samfélagsins og umhverfisins ásamt því að sýna ábyrgð í verki eru lykilþættir hvað varðar uppbyggingu stjórnunarkerfis. Landsnet er fyrirtæki með flotta framtíðarsýn og viljinn innanhúss að vera í sífelldri þróun hvað varðar tækni og þjónustu er góður. Gildin hjá Landsneti samræmist því gildum sem þarf til að hafa gott gæðaumhverfi og ekki sýst að byggja upp samfélagslega ábyrgð hjá fyrirtækinu „ segir Engilráð.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×