Innlent

Engar skýringar á óförum síldarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Síldin liggur út um allt í fjörunni.
Síldin liggur út um allt í fjörunni.
Engar skýringar eru á því hvers vegna mikið magn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi í gær. Skessuhorn greindi frá því í gær að svo virtist vera sem mikið umhverfisslys væri í uppsiglingu.

„Sýnið er að berast í hús. Það verður komið í hús á Skúlagötu eftir um klukkutíma af síldinni sjálfri. Við létum líka gera smá yfirborðshitamælingar í morgun," segir Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, í samtali við Vísi. Sýni af síldinni voru tekin í gær.

Þorsteinn segist ekki geta verið með neinar getgátur varðandi það sem kann að hafa gerst. „Á þessu stigi getum við ekkert sagt, nema bara að sjá þetta í samhengi. Það eru engar vangaveltur," segir Þorsteinn.




Tengdar fréttir

Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði

Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×