Innlent

Engar reglur brotnar við leyfið

Sveinn Arnarsson skrifar
ABC-fréttastofan sendi morgunþátt sinn Good morning America frá lokuðu svæði við Holuhraun.
ABC-fréttastofan sendi morgunþátt sinn Good morning America frá lokuðu svæði við Holuhraun. Fréttablaðið/Valli
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni.

Umboðsmanni Alþingis barst um helgina erindi þess efnis að fréttastofan bandaríska hefði fengið sérmeðferð og talið var að umsókn um að komast á lokað svæði hefði fengið hraðari meðferð. Umboðsmaður staðfestir að erindið hafi verið móttekið.

Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra
Víðir telur þá meðferð sem ABC-fréttastofan fékk ekki á nokkurn hátt frábrugðna því vinnulagi sem almannavarnadeildin vinni eftir.

„Umsóknin var innan allra þeirra marka sem við höfum sett okkur varðandi aðgang að lokuðu svæði vegna eldsumbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni. Þarna hafi verið á ferðinni þrettán fréttamenn og tæknimenn. Fjórtán mönnum er heimilt að vera á svæðinu í einu. Má einnig segja að gerðar hafi verið meiri kröfur til öryggis þeirra.

Fréttastofan ætlaði sér að nota einungis þyrlur við flutninga á fólki en við gerðum kröfu um að einnig væri hægt að flytja fólk á jörðu niðri. Því þurfti þessi aðili að kosta meiru til í þjónustu,“ segir Víðir. „Allir fá sömu meðferð hjá okkur og enginn hefur hingað til fengið neina sérmeðferð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×