Fótbolti

Engar æfingar hjá Stjörnunni um helgina: Allir til Frakklands?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeppe Hansen og íslenskir stuðningsmenn. Verður hann í þeirra hópi á sunndaginn?
Jeppe Hansen og íslenskir stuðningsmenn. Verður hann í þeirra hópi á sunndaginn? Vísir/Samsett
Ísland mætir Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið og það má búast við að leikmenn úr Pepsi-deildinni verða meðal áhorfenda á Stade de France.

Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar, lýsti því yfir á Twitter að engar æfingar verði hjá Stjörnuliðinu um helgina en þessi í stað ætli menn að fjölmenn til Frakklands.

Stjarnan á leik annað kvöld á móti ÍA Í Pepsi-deildinni en næsti leikur liðsins er síðan ekki fyrr en á móti Fjölni 11. júlí. Það er því allt í góðu að gefa leikmönnum smá frí.

Stjörnuliðið er líka dottið út úr Borgunarbikarnum en leikir í átta liða úrslitunum fara fram sunnudaginn 3. og mánudaginn 4. júlí.

Stjörnumenn komust heldur ekki í Evrópukeppnina en íslensku liðin spila fyrri leiki sína í Evrópudeild UEFA á fimmtudaginn.

Hvort Jeppe Hansen fari út eða hve stór hluti liðsins verði í París á sunnudaginn er ekki vitað en fá lið í Pepsi-deildinni hafa jafngóða möguleika á því að drífa sig út og Stjörnumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×