Innlent

Engan snjó að sjá í spám Veðurstofu Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
Vetraþyrstir þurfa að bíða eftir fyrsta snjónum þrátt fyrir að fyrsti dagur vetrar sé næstkomandi laugardag, 22. október.
Vetraþyrstir þurfa að bíða eftir fyrsta snjónum þrátt fyrir að fyrsti dagur vetrar sé næstkomandi laugardag, 22. október. vísir/auðunn
Spáð er áframhaldandi hlýindum út vikuna og einnig í upphafi næstu viku. Spá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir mildu veðri með hita upp á 7 - 13 stig og því þurfa vetraþyrstir að bíða eftir fyrsta snjónum þrátt fyrir að fyrsti dagur vetrar sé næstkomandi laugardag, 22. október.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Suðaustan 15-25 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu og víða snarpar vindvhiður við fjöll en 20-28 m/s á Snæfellsnesi. Víða rigning, talsverð suðaustantil, en mun hægari vindur og þurrt norðan- og austanlands. Hvessir norðan- og norðaustantil í kvöld, sunnan 20-28 þar í nótt en sunnan 15-20 á Austurlandi. Dregur úr vindi vestantil í nótt en austantil í fyrramálið. Áfram rigning með köflum eða skúrir á morgun en skýjað með köflum norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 og skúrir eða rigning en 5-13 og bjartviðri um landið norðan og austanvert. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á N-landi.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Suðaustan 5-13 og rigning, talsvert sunnantil en skýjað með köflum eða bjartviðri norðan jökla. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Austanátt og rigning suðaustanlands en skúrir um vestanvert landið. Úrkomulítið í öðrum landshlutum. Áfram milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×