Lífið

Endurvekja virta hátíð

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Friðrik Þór Friðriksson er formaður í stjórn Stockfish-hátíðarinnar.
Friðrik Þór Friðriksson er formaður í stjórn Stockfish-hátíðarinnar. vísir/stefán
Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival verður haldin í Bíói Paradís í febrúar en að hátíðinni standa fagfélög í kvikmyndagerð á Íslandi.

„Þetta verður alveg brilljant hátíð, það er verið að endurvekja gamla og virta hátíð sem datt niður fyrir nokkrum árum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, formaður stjórnar Stockfish-hátíðarinnar.

Markmið hátíðarinnar er að þjóna kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu í landinu með því að sýna það besta í listrænni kvikmyndagerð og bjóða erlendu fagfólki að miðla af þekkingu sinni. Þannig stefnir hátíðin að því að efla íslenskan kvikmyndaiðnað og tengsl hans við umheiminn.

„Við erum að reyna að heilla erlenda aðila í kvikmyndaheiminum og sýna þjóðinni hvað fólk er að bralla í stuttmyndageiranum.“

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki þrjátíu mínútur og ekki meira en ársgamlar og aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×