Innlent

Endurupptökunefnd verður lögð niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar.
Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Vísir
Endurupptökunefnd verður lögð niður verði frumvarp dómmálaráðherra um dómstóla að lögum. Samkvæmt frumvarpinu verður þess í stað settur á fót sérdómstóll sem hefur það hlutverk að skera úr um hvort dæmd mál skuli endurupptekin.

 

Þá er lagt til í drögum að frumvarpinu að skilyrði fyrir endurupptöku einkamáls verði rýmkuð og að heimilt verði að óska eftir endurupptöku einkamáls oftar en einu sinni.

 

Ráðherra fól réttarfarsnefnd  í júní í fyrra að taka ákvæði um endurupptöku dómsmála til skoðunar. Nýlega kynnti nefndin svo ráðherra drög að nýju frumvarpi og hafa þau verið kynnt á vef ráðuneytisins núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×