Innlent

Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samkvæmt núgildandi lögum getur endurupptökunefnd fellt dóma úr gildi en að mati Hæstaréttar brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins.
Samkvæmt núgildandi lögum getur endurupptökunefnd fellt dóma úr gildi en að mati Hæstaréttar brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Vísir/GVA
Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls.

Samkvæmt núgildandi lögum getur endurupptökunefnd fellt dóma úr gildi en að mati Hæstaréttar brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins.

Úrskurður endurupptökunefndar, sem er hluti framkvæmdavaldsins, getur þannig ekki orðið til þess að fyrri dómar falli úr gildi. Einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri málsgrein stjórnarskrárinnar:

„Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“

Leiða má líkum að því að þessi dómur Hæstaréttar setji starf endurupptökunefndar í uppnám en fyrir nefndinni liggur meðal annars að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður endurupptekið. Þá hefur Magnús Guðmundsson, sem dæmdur var í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu, sent inn beiðni til nefndarinnar um að málið verði tekið upp aftur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×