Fótbolti

Endurhæfing Neymar gengur vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona er ánægt með hversu vel Neymar gengur í endurhæfingu sinni eftir að hafa brákað hryggjarlið í leik með brasilíska landsliðinu á HM.

Læknar frá félaginu heimsóttu Neymar í dag og félagið gaf út yfirlýsingu þess efnis að þeir væru ánægðir með þróun mála.

„Leikmaðurinn mun halda áfram meðferð sinni hér í Barcelona frá og með 5. ágúst,“ sagði enn fremur.

Neymar meiddist í leik gegn Kólumbíu í fjórðungsúrslitum keppninnar og missti þar með af undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi, sem Brasilía tapaði í gær, 7-1.


Tengdar fréttir

Neymar hélt að hann væri lamaður

Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag.

Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM

Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu.

Neymar upp á spítala?

Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×