Innlent

Enduðu ofan á ruslatunnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tækið leiddi ferðamennina inn á malarslóða og út á gangstétt meðfram bænum en því miður var ruslatunna þar sem malarslóðinn og gangstéttin mætast og bíllinn rann til og endaði ofan á tunnunni.
Tækið leiddi ferðamennina inn á malarslóða og út á gangstétt meðfram bænum en því miður var ruslatunna þar sem malarslóðinn og gangstéttin mætast og bíllinn rann til og endaði ofan á tunnunni. vísir/getty
Það borgar sig ekki alltaf að treysta afarið á GPS-tækið þegar maður er á ferð um Ísland eins og ævintýri Noels sanna en hann endaði á Laugarvegi á Siglufirði í staðinn fyrir á Laugavegi í Reykjavík.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurnesjum segir af öðrum ferðalöngum sem voru á leið úr Garði til Keflavíkur á dögunum og nutu einmitt leiðsagnar GPS-tækis sem var í bílaleigubíl þeirra.

Það vildi þó ekki betur til en svo að tækið leiddi þá inn á malarslóða og út á gangstétt meðfram bænum en því miður var ruslatunna þar sem malarslóðinn og gangstéttin mætast og bíllinn rann til og endaði ofan á tunnunni. Þar sat ökutækið svo pikkfast.

Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart en áður en til aðstoðar hennar kom höfðu vegfarendur hjálpa ferðalöngunum að ná bifreiðinni ofan af tunnunni. Þeir héldu því áfram leið sinni og hafa vonandi komist á áfangastað.

Munið þið eftir Noel?Það getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir þá sem eru ókunnugir staðháttum að aka með aðstoð...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Monday, 29 February 2016

Tengdar fréttir

Noel villtist enn og aftur

Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×