Enski boltinn

Emre Can genginn í raðir Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Emre Can.
Emre Can. Vísir/Getty
Liverpool gekk í dag frá kaupunum á Emre Can, þýskum miðjumanni frá Bayer Leverkusen fyrir tæplega tíu milljónir punda. Félögin komust að samkomulagi fyrir mánuði síðan en kaupin gengu ekki í gegn fyrr en í dag.

Can sem er aðeins 20 ára gamall er þriðji leikmaðurinn inn um dyrnar hjá Liverpool eftir að gengið var frá kaupunum á Adam Lallana og Rickie Lambert frá Southampton. Þrátt fyrir ungan aldur er Liverpool þriðji klúbbur Can en hann kom til Leverkusen frá Bayern Munchen síðasta sumar.

„Þetta var auðveld ákvörðun, ég átti gott spjall við Brendan Rodgers og það var augljóst að hann lagði mikla áherslu á að fá mig til liðsins. Liðið lenti í öðru sæti á nýafstöðnu tímabili en markmiðið er að gera enn betur á næsta tímabili og mun ég gera mitt besta til að ná því markmiði,“ sagði Can í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool.




Tengdar fréttir

Liverpool staðfestir kaupin á Can

Liverpool hefur staðfest að félagið hafi í grunnatriðum komist að samkomulagi um kaup á þýska U-21 landsliðsmanninum Emre Can.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×