Tónlist

Emmsjé Gauti heldur upp á Djammæli

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Emmsjé Gauti leyfir börnunum að koma til sín.
Emmsjé Gauti leyfir börnunum að koma til sín. Vísir
Emmsjé Gauti deildi í morgun nýju myndbandi á tónlistarvefnum Albumm.is. Þar er á ferðinni splunkunýtt lag, vísir að sumarsmelli, sem ber nafnið „Djammæli“. Lagið er unnið í samstarfi við Reddlights.

Myndbandið kemur í kjölfar fyrsta þáttarins úr heimildamyndaflokknum Rapp í Reykjavík sem var sýndur á sunnudagskvöldið en þar var Emmsjé Gauti gerður að umfangsefni. Þar kom meðal annars fram að Gauta dreymir um að gefa út matreiðslubók.

Lagið er tekið af væntanlegri þriðju breiðskífu Gauta sem kemur til með að heita „Vagg&Velta“. Myndbandið er leikstýrt af Þorsteini Magnússyni og Gauta sjálfum.


Tengdar fréttir

„Íslenska rappsenan er tryllt"

Dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir segja aðstandendur nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna. Við erum ekki að fara að grafast fyrir um hvaðan fyrsta derhúfan kom heldur einfaldlega að taka hús á þeim sem eru í fararbroddi, segir kynnir þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×