Innlent

Emma Sigrún safnaði tugum þúsunda fyrir fórnarlömb skjálftans í Nepal

Atli Ísleifsson skrifar
Emma Sigrún hóf söfnunina skömmu eftir skjálftann þar sem hún perlaði slaufur og seldi gegn vægu gjaldi.
Emma Sigrún hóf söfnunina skömmu eftir skjálftann þar sem hún perlaði slaufur og seldi gegn vægu gjaldi. Mynd/UNICEF
Perlarinn Emma Sigrún Jónsdóttir Ljós mætti á skrifstofur UNICEF fyrr í dag með 70.500 krónur sem hún hafði safnað til styrktar fórnarlamba jarðskjálftans í Nepal með því að perla slaufur og selja.

Hin fimm ára Emma Sigrún hóf söfnunina skömmu eftir skjálftann þar sem hún perlaði slaufur og seldi gegn vægu gjaldi.

Sjá einnig: Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal

Sólveig Jónsdóttir hjá UNICEF segir samtökin ótrúlega þakklát fyrir stuðning Emmu Sigrúnar. „Þetta er frábært framtak hjá þessari stúlku en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lætur gott af sér leiða, þrátt fyrir að vera sjálf bara fimm ára gömul.“

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, móðir Emmu Sigrúnar, segir dóttur sína hafa sagt við sig að nú þyrftu þær að „fara að selja slaufurnar“ segir að þær höfðu fylgst með fréttatímum og séð myndir frá hamfarasvæðunum í Nepal.

Emma Sigrún vill leggja sitt af mörkunum fyrir börnin í Nepal. Hún býr til þessar slaufur og selur á 500kr. Allur peningurinn fer hún með til UNICEF. Hafið samband í einkaskilaboðum til að panta :)

Posted by Hafdís Magn on Monday, 27 April 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×