Íslenski boltinn

Emil með slitið krossband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur aðeins náð að spila sex deildarleiki fyrir Þrótt.
Emil hefur aðeins náð að spila sex deildarleiki fyrir Þrótt. mynd/þróttur
Þróttarinn Emil Atlason er með slitið krossband í hné og spilar ekki meira með á tímabilinu.

Emil meiddist illa í 2-1 sigri Þróttar á Þór í 3. umferð Inkasso-deildarinnar á laugardaginn. Við nánari skoðun kom í ljós að krossband í hné er slitið.

Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil.

Hann fótbrotnaði í 6-0 tapi fyrir Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og missti af restinni af tímabilinu.

Emil, sem er 23 ára, hefur aðeins náð að spila sex deildarleiki með Þrótti. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk.

Emil hefur einnig leikið með KR, Val og þýska liðinu Prussen Münster á ferlinum. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Emil varð einnig bikarmeistari með Val 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×