MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ NÝJAST 23:52

Fallúja komin úr höndum ISIS

FRÉTTIR

Emil lék allan leikinn í tapi Udinese | AC Milan međ fínan sigur

 
Fótbolti
16:20 14. FEBRÚAR 2016
Carlos Bacca í leiknum í dag.
Carlos Bacca í leiknum í dag. VÍSIR/GETTY

Fjórir leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna flottan sigur AC Milan og Genoa, 2-1, á heimavelli.
Carlos Bacca og Keisuke Honda gerði mörk Milan í leiknum en Alessio Cerci gerði eina mark Genoa.

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn hjá Udinese sem tapaði fyrir Bologna, 1-0, á heimavelli. Torino vann þægilegan sigur á Palermo en Ciro Immobile gerði tvö mörk fyrir Torino í leiknum.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 57 stig, Napoli í því öðru með 56 stig og Romo í því þriðja með 47 stig. AC Milan er í sjötta sætinu með 43 stig.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:
AC Milan 2 - 1 Genoa
Palermo 1 - 3 Torino
Sampdoria 0 - 0 Atalanta
Udinese 0 - 1 Bologna
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Emil lék allan leikinn í tapi Udinese | AC Milan međ fínan sigur
Fara efst