Fótbolti

Emil í tapliði í Verona-slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luca Toni í baráttunni í leiknum í dag.
Luca Toni í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Getty
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona sem tapaði nágrannaslagnum gegn Chievo Verona í ítalska boltanum í dag.

Mikið fjör og mikil stemning var á vellinum eins og ávallt þegar nágrannaslagir fara fram.

Markalaust var fram á 81. mínútu þegar gestirnir í Chievo komust yfir. Þar var að verki Alberto Paloschi eftir frábæran undirbúning Ervin Zukanović.

Emil var skipt af velli stuttu eftir markið og í hans stað kom Javier Saviola. Heimamenn í Hellas náðu ekki að jafna og 0-1 sigur Chievo staðreynd.

Hellas er eftir leikinn í þrettánda sæti deildarinnar með sautján stig, en Chievo er tveimur sætum neðar með einu stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×