Fótbolti

Emil Hallfreðsson og félagar með frábæran útisigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil í baráttu við Juan Cuadrado, leikmann Juventus, fyrr í vetur.
Emil í baráttu við Juan Cuadrado, leikmann Juventus, fyrr í vetur. vísir/getty
Sex leikir fóru fram í ítalsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og var Emil Hallfreðsson í eldlínunni með Udinese sem vann góðan útisigur á Pescara, 3-1.

Duvan Zapata, Jakub Jankto og Cyril Thereau skoruðu allir sitt markið hver fyrir Udinese í leiknum og var þá staðan orðin 3-0 fyrir gestina. Sulley Muntari skoraði eina mark Pescara í leiknum. Emil Hallfreðsson lagði upp markið sem Jakub Jankto skoraði í leiknum og átti fínan leik.

Emil var á sínum stað í byrjunarliðinu og lék fyrsti sjötíu mínútur leiksins. Inter Milan gjörsamlega slátraði Atalanta í á heimavelli og fór leikurinn 7-1.

Þá vann Napoli auðveldan sigur á Crotone 3-0 í Napolí. Juventus er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 70 stig, tíu stigum á undan Napoli. Udinese er í 12. sæti með 33 stig.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins á Ítalíu:

Sassuolo 0 - 1 Bologna

ChievoVerona 4 - 0 Empoli

Fiorentina 1 - 0 Cagliari

Inter 7 - 1 Atalanta

Pescara 1 - 3 Udinese

SSC Napoli 3 - 0 Crotone




Fleiri fréttir

Sjá meira


×