Fótbolti

Emil fær nýjan stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan í maí í fyrra.
Emil hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan í maí í fyrra. vísir/getty
Emil Hallfreðsson hefur fengið nýjan knattspyrnustjóra hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese.

Illa hefur gengið hjá Udinese að undanförnu og í gær var Stefano Colantuono látinn taka pokann sinn. Við starfi hans tekur Luigi De Canio, 58 ára gamall Ítali sem hefur komið víða við á löngum ferli.

Þetta er í annað sinn sem De Canio tekur við Udinese en hann stýrði liðinu á árunum 1999-2001.

Samningur De Canios gildir til loka tímabilsins en hann fær það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Emil og félagar hafa aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum og eru í 16. sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Emil gekk til liðs við Udinese frá Verona í janúarglugganum en íslenski landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum með nýja liðinu.

Fyrsti leikur Udinese með De Canio við stjórnvölinn er gegn Sassuolo á sunnudaginn.

De Canio hefur stýrt 14 mismunandi liðum á þjálfaraferlinum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×