Fótbolti

Emil ekki með vegna meiðsla | Aron Elís kemur inn í landsliðshópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís í sínum eina A-landsleik til þessa.
Aron Elís í sínum eina A-landsleik til þessa. vísir/getty
Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese á Ítalíu, hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Möltu vegna meiðsla.

Í stað hans valdi Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, Aron Elís Þrándarson í hópinn.

Aron, sem er 22 ára, leikur með Aalesund í Noregi. Hann hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd, gegn Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

Ísland mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 12. nóvember. Þremur dögum síðar leikur Ísland vináttulandsleik við Möltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×